Færsluflokkur: Bloggar

Hálfsannleikurinn um hið samanburðarvinsæla sænska skattkerfi

Hér í Svíaríki er vissulega 30% fjármagnstekjuskattur eins og Þorleifur varaborgarfulltrúi VG bendir á.
Vinstri grænir þreytast ekki á því að réttlæta skattahækkanir sínar á þegna landsins með því að segja íslenska skatta ekki ná upp í hæstu skatta í Svíþjóð og því sé þetta allt í lagi.

Mér þykir þó sem skorti eilítið á þekkingu þeirra á títtnefndu velferðarskattkerfi Svíanna, því aldrei hef ég heyrt þá minnast á það í leiðinni að til þess að innleiða að fullu skattkerfi Svía hérlendis þurfi líka að taka upp 30% vaxtaafslátt af greiddum vöxtum einstaklinga auk þess að afnema verðtryggingu, taka upp ótekjutengdar barnabætur (sem eru um 65 þúsund krónur skattfrjálst á mánuði fyrir fjölskyldu með 3 börn), ókeypis máltíðir í grunnskólum og menntaskólum og margt fleira sem fólk hér í landi fær fyrir skattpeninga sína.

Þeim stjórnmálamönnum sem réttlæta sínar skattahækkanir með vísan í sænska skatta þykir í lagi að taka af almenningi í sama hlutfalli og Svíar gera, en minnast aldrei á að færa almenningi ýmislegt í staðinn eins og Svíar gera.

Leiðinlegt þegar fólk kýs að segja bara hálfan sannleikann um skattkerfi Svíanna. Stjórnmálamenn vita kannski ekki betur. Það er sjálfsögð krafa að samanburður sé gerður á réttlátan hátt og að sagður sé allur sannleikurinn. Ekki bara hálfur.


mbl.is Hækki fjármagnstekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband